Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
Nik: Telma vann leikinn fyrir okkur
Áslaug Munda sneri óvænt til baka - „Mjög ánægð með að vera komin heim"
Bryndís Rut: Partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði
Fyrirliði Stjörnunnar um umdeilda atvikið: Þetta er nánast bara 'one in a million'
Stjáni Guðmunds sáttur eftir sigur: Þetta var stórfurðulegur leikur
Óli Kristjáns: Ég vil frekar spila svona og taka ákveðnar áhættur
Pétur: Hef ekki hugmynd hvenær hún spilar
Glenn ósáttur með samskiptin við dómara - „Finnst það ósanngjarnt“
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
   þri 17. júlí 2018 16:30
Elvar Geir Magnússon
Þrándheimi
Matti Villa: Ég er orðinn smá norskur
Matti á æfingasvæði Rosenborg í dag.
Matti á æfingasvæði Rosenborg í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Matthías Vilhjálmsson er farinn að æfa með Rosenborg að fullum krafti eftir að hafa slitið krossband í hné í september. Hann vonast til þess að koma við sögu á morgun þegar Rosenborg leikur seinni leik sinn gegn Val í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Rosenborg þarf að snúa við 1-0 tapi á Hlíðarenda í síðustu viku. Eftir æfingu í dag spjallaði Matthías við Fótbolta.net og má sjá afraksturinn í sjónvarpinu hér að ofan.

„Það eru miklar væntingar og kröfur gerðar hérna. Við slóum Ajax út í fyrra og komumst í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Það var ekkert sérstakt fyrir stuðningsmennina og okkur að tapa fyrir liði gegn litla Íslandi. Við þurfum að bæta fyrir það og taka þennan leik alvarlega," segir Matthías.

„Venjulega erum við mjög góðir á okkar heimavelli og sköpum slatta af færum. Þetta er stór grasvöllur og mjög góðir stuðningsmenn. Við förum með fulla trú í þennan leik. Það er bjartsýni en við þurfum að klára okkar verkefni 100%. Fótbolti er fótbolti."

Norðmenn eru meðvitaðir um að ef Valur skorar á morgun þarf Rosenborg að skora þrívegis. Útivallamarkareglan getur reynst hættuleg.

„Markmið okkar í fyrri leiknum var að skora og vinna. Valsmenn voru gríðarlega agaðir og skipulagðir og sköpuðu eiginlega hættulegri færi en við. Það var svekkjandi fyrir okkur. Við þurfum að gera mun betur."

„Ég er orðinn smá norskur, ég verð að viðurkenna það. Ég skil ekki alveg þessa fordóma gagnvart Noregi. Þetta er frábært land og hér hjá Rosenborg er maður í frábæru félagi með frábæra stuðningsmenn. Það er allt gert fyrir leikmennina og fjölskyldulífið er mjög fínt líka," segir Matthías.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Matthías meðal annars um íslenska landsliðið (á meðan viðtalið var tekið var tilkynnt að Heimir yrði ekki áfram), stöðu mála í norsku deildinni og hvort búast megi við góðri mætingu á Lerkendal völlinn á morgun.
Athugasemdir
banner
banner