Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. ágúst 2018 16:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Arfaslök frammistaða Man Utd gegn Brighton
Sanngjarn sigur Brighton
Shane Duffy fagnar marki sínu.
Shane Duffy fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
Man Utd spilaði afar illa.
Man Utd spilaði afar illa.
Mynd: Getty Images
Brighton 3 -2 Manchester Utd
1-0 Glenn Murray ('25 )
2-0 Shane Duffy ('27 )
2-1 Romelu Lukaku ('34 )
3-1 Pascal Gross ('44 , víti)
3-2 Paul Pogba ('90, víti)

Brighton vann sanngjarnan sigur gegn Manchester United í síðasta leik ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Varnarleikur Man Utd var mjög slappur í dag en fyrsta mark Brighton kom á 25. mínútu. Glenn Murray kláraði þá frábærlega eftir fyrirgjöf. Aðeins nokkrum sekúndum var varnarmaðurinn Shane Duffy búinn að koma Brighton í 2-0.

Hrikalega lélegt hjá gestunum frá Manchester en þeir náðu þó að minnka muninn á 34. mínútu þegar Romelu Lukaku skoraði eftir hornspyrnu. Luke Shaw átti sendingu sem Lukaku skallaði í netið.

Man Utd náði ekki að fylgja þessu eftir og komst Brighton í 3-1 með marki úr vítaspyrnu. Eric Bailly braut á sér innan teigs eftir að vörn Man Utd galopnaðist.

Andlaus seinni hálfleikur
Staðan var 3-1 í hálfleik. Jose Mourinho gerði tvöfalda breytingu í hálflleik, setti Marcus Rashford og Jesse Lingard inn á.

Þessar skiptingar gerðu ekki mikið en frammistaða Man Utd í seinni hálfleiknum var andlaus. Liðinu tókst varla að skapa sér marktækifæri. Undir lok leiksins náði Marouane Fellaini hins vegar í vítaspyrnu og skoraði Paul Pogba úr henni. Man Utd komst þó ekki lengra.


Lokatölur 3-2 fyrir Brighton á Amex-leikvanginum í dag.

Hvað þýða þessi úrslit
Bæði lið eru með þrjú stig. Stuðningsmenn Manchester United eru allt annað en sáttir með þessa frammistöðu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner