Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   þri 20. nóvember 2018 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Suarez við Dembele: Forréttindi að vera fótboltamaður
Mynd: Getty Images
Barcelona hefur áhyggjur af stöðu mála hjá franska landsliðsmanninum Ousmane Dembele.

Dembele var keyptur til Barcelona fyrir síðasta tímabil eftir að hafa verið frábært með Borussia Dortmund. Barcelona sýndi mikla trú á Dembele með því að greiða fyrir hann 105 milljónir evra sem gæti síðar hækkað í tæpar 150 milljónir evra.

Barcelona telur að Dembele sé að glíma við tölvuleikjafíkn.

Luis Suarez, liðsfélagi Dembele hjá Barcelona, segir að Dembele hafi aðlagast vel hjá Barcelona en þurfi að fara að girða sig í brók.

„Það eru forréttindi að vera fótboltamaður," sagði Suarez þegar hann var spurður út í Dembele á blaðamannafundi í gær.

„Hann á marga vini í Barcelona en hann þarf að einbeita sér meira og hugsa meira um fótboltann."

Suarez hefur fulla trú á því að Dembele geti náð góðum árangri hjá Barcelona í framtíðinni.
Athugasemdir
banner