Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 04. maí 2019 16:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Einar: Höfum gengið í gegnum margt á átta árum
Myndi ekki skipta á tíma mínum hér fyrir neitt annað
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Aron Einar Gunnarsson leikur sinn síðasta heimaleik fyrir Cardiff um þessar mundir. Crystal Palace er í heimsókn í Wales. Leikurinn hófst klukkan 16:30.

Aron Einar var fyrir leikinn í dag í viðtali við heimasíðu félagsins í tilefni af þessum síðasta heimaleik íslenska landsliðsfyrirliðans.

„Ég á eftir að meðtaka það eftir leikinn að þetta hafi verið minn síðasti leikur fyrir framan stuðningsmennina hér á heimavelli þar sem ég hef spilað fyrir framan í átta ár," sagði Aron.

„Við höfum gengið í gegnum margt ég og stuðningsmennirnir. Við höfum gengið í gegnum góða og slæma tíma, gleði og erfiðleika eins og gerist í fótbotla. Við höfum upplifað alls konar tilfinningar saman og ég mun meðtaka það enn betur eftir leik. Ég er einbeittur á leikinn svo það mun ekki hafa áhrif á mig fyrr en eftir leik."

„Fjölskyldan ætlar að mæta á leikinn, mamma, pabbi, eiginkonan, móðir hennar og fleiri. Mamma og pabbi voru hérna þegar ég spilaði minn fyrsta leik svo ég get ekki ímyndað mér neitt betra en að hafa þau á síðasta leiknum líka."

„Ég mun alltaf muna eftir tíma mínum hér hjá Cardiff. Ég kom hér ungur að árum, einungis 22 ára. Ég vildi ná árangri með félaginu. Við komumst í umspil og úrslit deildabikarsins strax á minni fyrstu leiktíð. Tímabilið eftir það unnum við deildina og fórum upp. Félagið hefur breyst mikið á tíma mínum hér og leikmenn koma og fara. Strákarnir mínir fæddust hér og ég hef tengst félaginu sérstökum böndum sem ég mun varðveita. Ég myndi ekki skipta á tíma mínum hér fyrir neitt annað."
Athugasemdir
banner
banner
banner