Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   lau 04. maí 2019 18:39
Ívan Guðjón Baldursson
England: Cardiff fallið þrátt fyrir hetjulega baráttu
Cardiff 2 - 3 Crystal Palace
0-1 Wilfried Zaha ('28)
1-1 Martin Kelly ('31, sjálfsmark)
1-2 Michy Batshuayi ('39)
1-3 Andros Townsend ('70)
2-3 Bobby Reid ('90)

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn er Cardiff tapaði fyrir Crystal Palace og féll þar með úr ensku úrvalsdeildinni.

Leikurinn var vægast sagt fjörugur þar sem bæði lið voru augljóslega mætt til að sigra. Gæðamunur liðanna var nokkuð augljós en magnaður baráttuandi heimamanna í Cardiff jafnaði leikinn.

Wilfried Zaha kom Palace yfir í fyrri hálfleik en heimamenn náðu að jafna skömmu síðar. Martin Kelly skoraði þá klaufalegt sjálfsmark þar sem hann fór fyrir hættulega sendingu og senti boltann í eigið net.

Michy Batshuayi kom gestunum aftur yfir fyrir leikhlé og hefðu þeir getað bætt marki við en Jordan Ayew kom í veg fyrir mark liðsfélaga sins með að fara fyrir skot hans þegar boltinn var á leið í netið.

Andros Townsend skoraði glæsilegt þriðja mark sinna manna og komust heimamenn í Cardiff nokkrum sinnum nálægt því að skora en boltinn virtist ekki vilja fara í netið. Allt þar til Bobby Reid skoraði með góðu skoti fyrir utan teig á 90. mínútu en það dugði ekki til.

Þetta var síðasti heimaleikur Arons Einars fyrir Cardiff en hann gengur til liðs við Heimi Hallgrímsson og félaga í Al-Arabi eftir tímabilið.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir