Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 05. maí 2019 21:38
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Arsenal og Brighton: Lewis Dunk átti stórleik
Mynd: Getty Images
Brighton svo gott sem batt enda á vonir Arsenal um að ná Meistaradeildarsæti á tímabilinu er liðin mættust í dag.

Arsenal var sterkari aðilinn og komst yfir með marki úr vítaspyrnu sem Piere-Emerick Aubameyang skoraði úr. Gestirnir gerðu sig nokkrum sinnum hættulega og náðu að jafna í síðari hálfleik.

Granit Xhaka gerði þá mistök og braut af sér innan vítateigs og skoraði Glenn Murray örugglega úr spyrnunni. Sky Sports er búið að gefa leikmönnum einkunnir.

Aðeins einn leikmaður Arsenal fær yfir 6 í einkunn, það er Aubameyang sem var afar líflegur. Xhaka og Nacho Monreal voru verstu menn vallarins ásamt Alireza Jahanbakhsh í liði Brighton.

Lewis Dunk átti stórleik í hjarta varnarinnar rétt eins og Shane Duffy og markvörðurinn Matt Ryan. Dunk var valinn maður leiksins með 9 í einkunn.

Arsenal: Leno (6), Lichtsteiner (6), Mustafi (6), Sokratis (6), Monreal (5), Xhaka (5), Torreira (6), Ozil (6), Mkhitaryan (6), Lacazette (6), Aubameyang (7).
Varamenn: Iwobi (6), Kolasinac (6), Guendouzi (5).

Brighton: Ryan (8), Bruno (7), Duffy (8), Dunk (9), Bernardo (7), March (8), Stephens (7), Bissouma (6), Jahanbakhsh (5), Gross (6), Murray (7).
Varamenn: Knockaert (6), Andone (6)

Maður leiksins: Lewis Dunk
Athugasemdir
banner
banner