Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. maí 2019 12:00
Arnar Daði Arnarsson
Kolbeinn Finns lék 43 æfingaleiki með Brentford á þessu tímabili
Kolbeinn Finnsson er kominn í Fylki.
Kolbeinn Finnsson er kominn í Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Kolbeinn lék með landsliðinu í janúar.
Kolbeinn lék með landsliðinu í janúar.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Kolbeinn Finnsson gekk í raðir Fylkis í síðustu viku á láni frá Brentford.

Kolbeinn var gestur útvarpsþáttarins, Fótbolta.net á X-inu síðasta laugardag. Þar var hann í spjalli við Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson.

Smelltu hér til að hlusta á viðtalið við Kolbein

Opinn fyrir því að klára tímabili með Fylki
Hann gerði lánssamning við Fylki til 1. júlí. Hann segir að það sé möguleiki á því að hann klári tímabilið með Fylki í Pepsi Max-deildinni.

„Það fer eiginlega eftir því hvað Brentford segir. Ég er alveg opinn fyrir því að vera áfram og ég veit að Fylkir vill það. Það verður að koma í ljós. Eins og staðan er núna, er ég bara í Fylki til 1. júlí síðan sjáum við til," sagði Kolbeinn sem segir það vera hans frumkvæði að hann sé kominn í Fylki.

„Einn daginn fékk ég þessa flugu í hausinn að mér langaði þvílíkt að koma heim. Maður sér Pepsi Max-deildina vera fara byrja og spennan að magnast. Fylkir lítur svo vel og ég sá eitthvað sexý við það að koma í Árbæinn. Ég held að þetta sé mjög gott skref fyrir mig að taka tvo mánuði eða meira í Árbænum."

„Ég talaði við þjálfarann minn og útskýrði fyrir honum hvað ég væri að hugsa. Þetta tók síðan nokkra daga, þangað til Brentford gaf grænt ljóst og þá gerðist þetta eldfljótt."

Mikilvægt að fara spila meistaraflokksleiki
Kolbeinn hefur verið að spila með varaliði Brentford á þessu tímabili. Liðið leikur ekki í varaliðsdeildinni en það var ákvörðun sem Brentford tók sem vakið hefur athygli á Englandi.

Kolbeinn segist vera ólmur í það að fara spila alvöru meistaraflokksleiki en hann verður tvítugur í ágúst.

„Ég held að það sé mikilvægt fyrir mig á þessum tímapunkti að fara spila. Á tímapunkti var ég kominn frekar nálægt aðalliðinu hjá Brentford en síðustu tvo mánuði finnst mér þetta ekki alveg vera að gerast. Ég hef allavegana ekki verið að nálgast það að spila með aðalliðinu síðustu tvo mánuði," sagði Kolbeinn sem segir það vera eina af ástæðunum fyrir því að hann vildi koma í Fylki.

„Ég hugsaði bara, að ég geri það sem mig langar og vonandi skilar það því að ég fái mínútur seinna."

Eins og fyrr segir, leikur varalið Brentford ekki í neinni deild og því hefur Kolbeinn aðeins verið að spila æfingaleiki á þessu tímabili. Hann segir að þessi ákvörðun Brentford hafi vakið athygli en segir það þreytandi til lengdar að spila bara leiki sem skipta engu máli.

„Brentford ákvað að fara aðra stefnu sem hefur verið að virka vel fyrir þá og þetta hefur verið umtalað úti. Þeir ákvaðu að hætta með yngri flokkana, þannig Brentford eru aðeins með A-lið og B-lið. B-liðið spilar ekki í deild lengur og ákváðu að taka bara æfingaleiki allt tímabilið í staðin. Ég er búinn að spila 43 æfingaleiki á þessu tímabili. Við getum spilað leiki við U-19 ára Cambuur til aðalliðsins hjá Slavia Prag. Það er allt þar á milli."

„Fyrsta hálfa árið fannst mér þetta allt í lagi og gat alveg gírað mig upp í leikina en síðan var þetta orðið gríðarlega þreytt," sagði Kolbeinn sem segir ástæðuna fyrir þessari ákvörðun félaginu vera sú að varalið Brentford var ekki að spila gegn bestu varaliðum Englands í deildarkeppninni.

„Þeir vildu reyna búa til alvöru lið úr varaliðinu. Síðustu tveir leikirnir eru gegn varaliði City, þannig núna eru þeir að spila gegn góðum liðum og eru að reyna gera þetta að alvöru liði," sagði Kolbeinn Birgir Finnsson í samtali við Elvar Geir og Tómas Þór á X-inu á laugardaginn.

Smelltu hér til að hlusta á viðtalið við Kolbein
Athugasemdir
banner
banner
banner