Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
   sun 29. september 2019 10:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pulisic: Auðvitað er þetta pirrandi
Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic var ónotaður varamaður þegar Chelsea vann 2-0 sigur á Brighton í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Pulisic var keyptur frá Borussia Dortmund fyrir 58 milljónir punda í janúar en lánaði hann aftur til þýska félagsins út tímabilið.

Pulisic hefur ekki komið mikið við sögu í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu hingað til og var leikurinn í gær, þriðji deildarleikurinn í röð þar sem hann kemur ekki við sögu.

„Auðvitað er þetta pirrandi," sagði Pulisic í viðtali við NBC Sports eftir leikinn í gær.

„Ég mun halda áfram að leggja mikið á mig vegna þess að ég vil spila."
Athugasemdir
banner
banner