þri 08. október 2019 21:00
Brynjar Ingi Erluson
Dagur Dan öflugur með Kvik/Halden - Góður möguleiki á að fara upp
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður Mjondalen í Noregi, er á láni hjá Kvik/Halden í norsku C-deildinni en hann hefur verið mikil hjálp í baráttunni um sæti í B-deildinni.

Dagur Dan er 19 ára gamall en hann gekk til liðs við norska úrvalsdeildarfélagið Mjondalen í janúar frá Keflavík á láni og var síðan keyptur í sumar.

Norska félagið lánaði hann til Kvik/Halden í C-deildinni en hann hefur spilað 9 leiki og skorað 4 mörk.

Kvik/Halden er í 2. sæti í riðli 1 í C-deildinni, sex stigum á undan næsta liði þegar þrír leikir eru eftir. Liðið er þá aðeins tveimur stigum á eftir Stjordals-Blink en efsta sætið gefur þátttökurétt í B-deildina.

Dagur á 22 leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner