Framherjinn Sævar Þór Gíslason er hættur hjá Fylki en samningur hans við félagið rennur út um áramótin. Þetta kom fram á heimasíðu Fylkis í dag. Samkvæmt heimildum Fótbolti.net mun Sævar snúa aftur á æskuslóðir og leika með Selfyssingum í annarri deildinni á næsta ári en hann býr og vinnur á Selfossi.
Sævar Þór skoraði sex mörk í átján leikjum í Landsbankadeildinni í sumar en hann kom til Fylkis frá ÍR árið 2000. Áður hafði þessi 31 árs gamli leikmaður leikið í tvo ár með ÍR en hann kom til þeirra frá Selfyssingum haustið 1997.
Sævar Þór sem á sjö A-landsleiki að baki hefur alls leikið 117 leiki fyrir Fylki og skorað í þeim 47 mörk.
Athugasemdir