Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 01. janúar 2020 19:31
Aksentije Milisic
Solskjær: Pogba verður frá í nokkrar vikur
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, staðfesti í samtali við MUTV fyrir leikinn gegn Arsenal í kvöld að Paul Pogba sé meiddur enn á ný.

Pogba hefur lítið spilað fyrir United á þessu tímabili og eru margir stuðningsmenn liðsins komnir með nóg af honum og halda að þetta sé leið hjá honum til þess að komast burt frá félaginu.

Pogba spilaði gegn Newcastle á öðrum degi jóla en var ekki í leikmannahópnum gegn Burnley á laugardaginn síðasta. Ole útskýrði fjarveru hans í þeim leik þannig að hann treysti sér ekki til þess að nota Pogba einungis 48 klukkustundum eftir leikinn gegn Newcastle en sagði þá að hann ætti að vera klár fyrir leikinn í kvöld.

„Pogba finnur fyrir óþægindum í ökklanum, þess vegna er hann ekki með okkur í kvöld. Hann verður frá í nokkra vikur," sagði Solskjær um Pogba við MUTV.

Leikur Arsenal og Manchester United hefst kl. 20 í beinni á Síminn Sport.
Athugasemdir
banner
banner
banner