Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 01. febrúar 2023 09:26
Elvar Geir Magnússon
Sabitzer: Um leið og ég heyrði af áhuga Man Utd var ég viss
Marcel Sabitzer.
Marcel Sabitzer.
Mynd: Getty Images
Það urðu óvæntar vendingar á Gluggadeginum í gær þegar Manchester United tryggði sér austurríska miðjumanninn Marcel Sabitzer á láni frá Bayern München út tímabilið.

Þessi 28 ára leikmaður var sóttur um leið og fréttir bárust af langtímameiðslum Christian Eriksen.

United hafði fyrst samband við Bayern í gær og Sabitzer var orðinn leikmaður félagsins um kvöldið.

„Stundum í lífinu þarftu að taka mikilvægar ákvarðanir snögglega. Um leið og ég heyrði af áhuga Manchester United vissi ég að þetta væri rétt tækifærið fyrir mig," segir Sabitzer.

„Ég er keppnismaður. Ég vil vinna og hjálpa félaginu að ná markmiðum sínum á þessu tímabili. Mér finnst ég vera á hátindi ferilsins og ég geti komið með reynslu og orku inn í hópinn."

„Ég er spenntur fyrir því að kynnast nýjum liðsfélögum og stjóra og sýna stuðningsmönnum Manchester United þá kosti sem ég bý yfir."

Sabitzer var varamaður hjá Bayern en Leon Goretzka og Joshua Kimmich spila þar flesta leiki. Ryan Gravenberch er svo næstur í röðinni á undan Sabitzer.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner