Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 01. júní 2021 11:24
Ástríðan
Segir Hauka hafa borgað 700 þúsund krónur fyrir Anton
Anton í leik með Haukum á dögunum.
Anton í leik með Haukum á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir tímabilið gekk varnarmaðurinn Anton Freyr Hauks Guðlaugsson í raðir 2. deildarliðs Hauka úr Keflavík.

Anton er 24 ára og spilaði sautján leiki fyrir Keflavík í fyrra þegar liðið vann Lengjudeildina en hann gerði þriggja ára samning við Hauka.

Í Ástríðunni, hlaðvarpsþættinum þar sem fjallað er um neðri deildir, er sagt að Haukar hafi heldur betur opnað veskið til að fá Anton.

„Ég er með skúbb úr Hafnarfirðinum. Gárungarnir tala um að fyrir tímabilið hafi Anton Freyr Hauks Guðlaugsson, sem kom frá Keflavík, verið keyptur til Hauka fyrir 700 þúsund krónur," segir Sverrir Mar Smárason, annar af þáttastjórnendum.

„Er ekki bara verið að kaupa Pepsi leikmenn á svona upphæðir? Þetta kemur mér á óvart," segir Gylfi Tryggvason og Sverrir bætir við:

„Þetta kom mér í opna skjöldu þegar ég heyrði þetta en heimildarmaður minn er gallharður á þessu. Hann er öflugur leikmaður en hann er ekki 700 þúsund króna öflugur," segir Sverrir.

Haukar eru í níunda sæti í 2. deild, með fjögur stig eftir fjórar umferðir.
Ástríðan - Yfirferð yfir 4. umferð - Línur að skýrast?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner