Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
   mið 01. júlí 2020 21:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Spal stöðvaði Milan - Sampdoria vann
AC Milan gat jafnað Napoli í Evrópusæti með sigri gegn Spal í dag en þau áform fóru um þúfur strax í fyrri hálfleik.

Mattia Valoti og Sergio Floccari komu Spal í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik en Marco D'Alessandro fékk rautt spjald skömmu fyrir leikhlé.

Tíu leikmenn Spal héldu út í rúman hálftíma en svo tókst Rafael Leao að minnka muninn.

Milan jók sóknarþungann og skilaði það sér með sjálfsmarki á lokamínútunum. Markið var afar klaufalegt þar sem Francesco Vicari tæklaði boltann í eigið net í tilraun sinni til að fara fyrir sendingu, þrátt fyrir að vera ekki með neinn andstæðing nálægt sér.

Spal er áfram í fallsæti, sjö stigum frá öruggu sæti. Milan er aðeins tveimur stigum frá Evrópusæti.

Spal 2 - 2 Milan
1-0 Mattia Valoti ('13 )
2-0 Sergio Floccari ('30 )
2-1 Rafael Leao ('79 )
2-2 Francesco Vicari ('94 , sjálfsmark)
Rautt spjald: Marco DAlessandro, Spal ('43)

Verona hafði þá betur í fjörugum leik gegn Parma. Bæði lið eru í efri hluta deildarinnar, nokkrum stigum frá Milan.

Lecce og Sampdoria mættust í fallbaráttunni og voru þrjú mörk skoruð í leiknum - öll úr vítaspyrnum.

Gaston Ramirez tók báðar spyrnur Sampdoria sem er fjórum stigum fyrir ofan Lecce eftir sigurinn. Lecce er í fallsæti.

Að lokum hafði Sassuolo betur gegn Fiorentina þar sem Gregoire Defrel skoraði fyrstu tvö mörk leiksins.

Verona 3 - 2 Parma
0-1 Dejan Kulusevski ('14 )
1-1 Samuel Di Carmine ('45 , víti)
2-1 Mattia Zaccagni ('54 )
2-2 Riccardo Gagliolo ('64 )
3-2 Matteo Pessina ('81 )

Lecce 1 - 2 Sampdoria
0-1 Gaston Ramirez ('40 , víti)
1-1 Marco Mancosu ('50 , víti)
1-2 Gaston Ramirez ('75 , víti)

Fiorentina 1 - 3 Sassuolo
0-1 Gregoire Defrel ('24 , víti)
0-2 Gregoire Defrel ('35 )
0-3 Mert Muldur ('61 )
1-3 Patrick Cutrone ('90 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 6 5 0 1 12 6 +6 15
2 Roma 6 5 0 1 7 2 +5 15
3 Milan 6 4 1 1 9 3 +6 13
4 Inter 6 4 0 2 17 8 +9 12
5 Juventus 6 3 3 0 9 5 +4 12
6 Atalanta 6 2 4 0 11 5 +6 10
7 Bologna 6 3 1 2 9 5 +4 10
8 Como 6 2 3 1 7 5 +2 9
9 Sassuolo 6 3 0 3 8 8 0 9
10 Cremonese 6 2 3 1 7 8 -1 9
11 Cagliari 6 2 2 2 6 6 0 8
12 Udinese 6 2 2 2 6 9 -3 8
13 Lazio 6 2 1 3 10 7 +3 7
14 Parma 6 1 2 3 3 7 -4 5
15 Lecce 6 1 2 3 5 10 -5 5
16 Torino 6 1 2 3 5 13 -8 5
17 Fiorentina 6 0 3 3 4 8 -4 3
18 Verona 6 0 3 3 2 9 -7 3
19 Genoa 6 0 2 4 3 9 -6 2
20 Pisa 6 0 2 4 3 10 -7 2
Athugasemdir