Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 01. september 2022 13:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arsenal hleypir Bellerín til Barcelona
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur samþykkt að Hector Bellerín fari frá félaginu á frjálsri sölu til að ganga í raðir Barcelona. Það er The Athletic sem greinir frá þessu.

Barcelona greiðir ekkert kaupverð fyrir Bellerín og leikmaðurinn samþykkir að engin riftun verði á samningnum við Arsenal sem átti að renna út næsta ár. Bellerín fær því ekki greitt fyrir síðasta árið á samningnum.

Bellerín tekur í ofanálag á sig launalækkun með því að semja við Barcelona.

Bellerín kom til Arsenal árið 2012 frá Barcelona sem er hans uppeldisfélag. Bellerín er 27 ára hægri bakvörður.

Barcelona hefur verið í leit að hægri bakverði þar sem Dani Alves fór í sumar og Sergino Dest er á leið til AC Milan.
Athugasemdir
banner
banner
banner