Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fim 01. september 2022 18:47
Ívan Guðjón Baldursson
Martin Kelly kominn til West Brom (Staðfest)
Mynd: EPA

West Bromwich Albion er búið að staðfesta félagsskipti Martin Kelly á frjálsri sölu. Hann skrifar undir tveggja ára samning við West Brom.


Kelly er 32 ára og býr yfir mikilli reynslu eftir að hafa spilað yfir 150 leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Kelly ólst upp hjá Liverpool og spilaði 62 leiki fyrir félagið áður en hann skipti yfir til Crystal Palace.

West Brom er að styrkja varnarlínuna sína fyrir komandi átök í Championship deildinni.

Kelly rann út á samningi eftir átta ár hjá Palace en hann fékk aðeins að spila tvo leiki síðustu tvö tímabil. 


Athugasemdir
banner
banner