Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 01. október 2020 20:36
Ívan Guðjón Baldursson
Kolbeinn spilaði í sigri AIK - Elías hélt hreinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Rafn er samningsbundinn Midtjylland.
Elías Rafn er samningsbundinn Midtjylland.
Mynd: UEFA.com
Kolbeinn Sigþórsson spilaði seinni hálfleikinn er AIK hafði betur gegn C-deildarliði Karlslunds í sænska bikarnum í dag.

AIK komst í tveggja marka forystu snemma leiks og minnkuðu heimamenn muninn í síðari hálfleik.

Meira var ekki skorað og er AIK búið að tryggja sig í næstu umferð.

Karlslunds 1 - 2 AIK
0-1 P. Abraham ('15)
0-2 E. Ring ('17)
1-2 T. Diawara ('60)

Í Danmörku varði Elías Rafn Ólafsson mark Fredericia í dönsku B-deildinni.

Elías Rafn er samningsbundinn stórliði Midtjylland sem ákvað að lána hann til Fredericia fyrir tímabilið.

Elías er með byrjunarliðssæti hjá Fredericia og hélt hann hreinu í 0-3 sigri gegn Hvidovre í dag. Mörkin þrjú komu á sjö mínútna kafla um miðjan fyrri hálfleik.

Fredericia er í öðru sæti B-deildarinnar, einu stigi eftir toppliði Viborg. Patrik Sigurður Gunnarsson er markvörður Viborg, að láni frá Brentford.

Hvidovre 0 - 3 Fredericia
0-1 E. Nissen ('21)
0-2 A. Holvad ('24)
0-3 A. Holvad ('28)
Athugasemdir
banner
banner
banner