Chris Wood er orðinn markahæsti leikmaður í sögu Nottingham Forest í úrvalsdeildinni eftir að hann skoraði mark liðsins í sigri á Ipswich í gær.
Hann hefur skorað 24 mörk í úrvalsdeildinni fyrir félagið en hann jafnaði met Bryan Roy sem skoraði 24 mörk fyrir Forest frá 1994-97.
Nuno Espírito Santo var að vonum gríðarlega ánægður með Wood eftir leikinn í gær.
„Við erum í skýjunum. Ekki bara hér heldur í Nýja Sjálandi líka, hann mun bæta öll metin þar. Metin eru til að bæta þau. Hann heldur áfram að leggja sitt af mörkum og við erum svo ánægð með það," sagði Espírito Santo.
Wood er orðinn 32 ára en Espírito Santo trúir því að hann geti spilað í nokkur ár í viðbót.
„Ég trúi því. Chris hugsar mjög vel um sig. Næring og hvíld er mjög mikilvæg. Chris hefur metnaðinn í að halda áfram, hann verður því að hugsa vel um líkama og sál. Hann er fullkominn núna," sagði Espírito Santo.
Wood er einnig markahæsti leikmaður Burnley í úrvalsdeildinni en þar skoraði hann 49 mörk. Aðeins Alan Shearer er markahæsti leikmaður tveggja liða í úrvalsdeildinni. Newcastle og Blackburrn.