Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 02. janúar 2022 23:13
Brynjar Ingi Erluson
Hætt við að fá Sonni vegna nauðgunarmáls Babacar Sarr í Noregi
Sonni Ragnar Nattestad
Sonni Ragnar Nattestad
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Babacar Sarr lék með Selfyssingum frá 2011-2012
Babacar Sarr lék með Selfyssingum frá 2011-2012
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sonni Nattestad, fyrrum leikmaður FH og Fylkis, var tilkynntur sem nýr leikmaður hjá norska úrvalsdeildarfélaginu FK Jerv í dag en eftir mikil mótmæli frá stuðningsmönnum og utanaðkomandi hefur félagið ákveðið að rifta samningnum.

Sonni er 27 ára gamall færeyskur varnarmaður og kom hingað til lands árið 2016. Hann samdi við FH en tókst ekki að vinna sæti í liðinu og var lánaður til Fylkis. Þar spilaði hann átta leiki áður en hann snéri aftur í FH.

Eftir tímabilið var hann keyptur til Molde í Noregi. Hann hefur söðlað mikið um síðustu árið og leikið með liðum á borð við Álasund, Horsens, Fredericia, B36 og nú síðast Dundalk áður en hann skrifaði undir samning við Jerv í gær.

Það tók Jerv innan við nokkra klukkutíma að rifta samningnum við hann vegna mikilla mótmæla frá stuðningsmönnum og valdamiklu fólki í norska boltanum en ástæðan tengist nauðgunarmáli gegn Babacar Sarr, fyrrum leikmanni Molde og Selfoss.

Sarr var kærður fyrir nauðgun gegn konu eftir að fjölmargar ásakanir bárust gegn honum en í ágúst 2018 var hann fundinn saklaus af ríkinu. Konan höfðaði skaðabótamál gegn Sarr, sem hún vann og var honum gert að greiða henni 12,500 evrur í skaðabætur.

Sjá einnig:
Fyrrum Selfyssingum hefur verið eftirlýstur í 194 löndum í tvö ár

Áfrýjað var í báðum málum en Molde sagði skilið við Sarr í janúar árið 2019 og lét leikmaðurinn sig hverfa. Interpol hefur lýst eftir honum um allan heim en líkur eru á því að hann sé enn í Sádi-Arabíu. Hann lék fyrir Damac en þeim samningi var rift fyrir skömmu en það eru einnig getgátur um að hann hafi flúið til Senegal.

Sonni var aðalvitni í málinu gegn Sarr

Sonni spilaði stóra rullu í málinu gegn Sarr en hann var aðalvitni saksóknara. Sonni neitaði hins vegar að mæta þann 14. febrúar í vitnaleiðslur og bar fyrir sig að hann vildi heldur spila æfingaleik með Fredericia gegn Middelfart í Danmörku.

Þar sem Sonni mætti ekki þurfti að fresta réttarhöldunum en hvorki Sonni né Sarr mættu. Sarr hefur ekki sést síðan í Noregi en hann hélt til Rússland eftir dvöl sína hjá Molde.

Þetta er mikið hitamál í Noregi og var Jerv úthúðað fyrir að hafa ekki lagt meiri vinnu í að rannsaka Sonni. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hann var kynntur hjá félaginu var rift samningnum við hann og sendir Jerv frá sér yfirlýsingu í kjölfarið.

„FK Jerv og Sonni Nattestad hafa í dag ákveðið að rifta samningnum. Ástæðan er utanaðkomandi mál sem leikmaðurinn er viðriðinn og mál sem við áttum að vita af. Málið sem Nattestad er viðriðinn er ekki eitthvað sem félagið getur sætt sig eða tengt sig við. FK Jerv vill biðja alla þá sem eru tengdir málinu afsökunar fyrir að hafa ekki lagt meiri rannsóknarvinnu í þessi félagaskipti," segir í tilkynningu frá Jerv.
Athugasemdir
banner
banner
banner