Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 02. janúar 2023 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mbappe og Hakimi fá kærkomið frí
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe og Achraf Hakimi hafa báðir fengið frí hjá félagsliði sínu Paris Saint-Germain í Frakklandi.

Þeir félagar spiluðu mikið með landsliðum sínum á HM í Katar, voru báðir í lykilhlutverki.

Mbappe og Hakimi sneru báðir beint til PSG eftir að HM lauk og hófu strax æfingar. Þeir hafa spilað báða leiki liðsins eftir að franski boltinn hófst aftur eftir HM-pásuna.

PSG tapaði gegn Lens í gær, 3-1, en eftir þann leik sagði Christophe Galtier, þjálfari Parísarfélagsins, að bæði Mbappe og Hakimi væri á leið í kærkomið frí.

„Þeir fá núna tíma til að jafna sig," sagði Galtier en líklegt þykir að þeir fái frí þangað til um miðjan janúar. Framundan er bikarleikur hjá PSG gegn Chateauroux. Svo er deildarleikur við Angers 11. janúar.

Lionel Messi, sem fór alla leið með Argentínu á HM, er enn í fríi. Möguleiki er að allar helstu stjörnur PSG spili gegn Rennes 15. janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner