Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 02. apríl 2020 20:53
Brynjar Ingi Erluson
Zanetti vonar að Martinez verði áfram hjá Inter
Mynd: Getty Images
Javier Zanetti, varaforseti Inter á Ítalíu, vonast til þess að argentínski framherjinn Lautaro Martinez verði áfram hjá félaginu og hafni boði spænska félagsins Barcelona.

Martinez gekk til liðs við Inter frá Racing árið 2018 og gerði níu mörk á sínu fyrsta tímabili með ítalska félaginu.

Hann og Romelu Lukaku hafa náð vel saman á þessu tímabili og er Martinez nú kominn með 16 mörk áður en íþróttaiðkun var stöðvuð á Ítalíu.

Spænska félagið Barcelona er á höttunum eftir Martinez og samkvæmt ítölsku miðlunum hefur félagið lagt fram tilboð í hann en Zanetti vonast til að halda framherjanum.

„Ég er í skýjunum að tala um Lautaro. Við keyptum hann þegar hann var efnilegasti framherjinn í argentínskum fótbolta. Þegar ég ræddi við DIego Milito (fyrrum leikmann Inter og núverandi yfirmaður íþróttamála hjá Racing) þá sáum við að hann gæti orðið frábær leikmaður. Hann er aðeins 22 ára og þegar orðinn fastamaður í argentínska landsliðinu," sagði Zanetti.

„Ég horfi á hann æfa í hverri viku. Hann virðist ánægður og ég vona að hann verði hér til lengri tíma. Hann er afar mikilvægur fyrir liðið og hefur bætt sig mikið eins og margir aðrir í liðinu," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner