Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   mán 02. júní 2014 12:42
Elvar Geir Magnússon
Kolbeinn býst við að fara frá Ajax í sumar
Kolbeinn gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Ajax.
Kolbeinn gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Ajax.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson á eitt ár eftir af samningi sínum við Ajax í Hollandi en býst þó við því að yfirgefa félagið í sumar.

„Staða mín er í óvissu eins og er. Ég á ár eftir en býst við að fara í sumar. Hver fer ég? Ég veit það ekki sjálfur. Maður sér bara til hvað gerist," sagði Kolbeinn við Fótbolta.net í dag.

„Það eru alltaf einhverjar hræringar og það getur allt gerst í sumar en er rólegt eins og er. En ég er leikmaður Ajax eins og er."

Kolbeinn er hér á landi að undirbúa sig fyrir vináttuleik gegn Eistlandi á Laugardalsvelli á miðvikudagskvöld og birtist myndbandsviðtal við hann hér á síðunni síðar í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner