Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fös 02. júní 2023 23:29
Brynjar Ingi Erluson
Myndir og myndband af látunum á Kópavogsvelli - „Ekki margir á þessu landi sem færu í þann slag“
Mynd: Fótbolti.net
Það sauð allt upp úr á Kópavogsvelli eftir 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Víkingur R.

Klæmint Olsen fullkomnaði endurkomu Blika seint í uppbótartíma og fór allt úr böndunum eftir leik. Víkingar voru ósáttir enda uppbótartímann löngu liðinn.

Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Blika, var sakaður um leikræna tilburði er hann og Logi Tómasson, leikmaður Víkings, rifust eins og hundur og köttur.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, fór þá í slag sem ekki margir færu í en hann fór haus í haus við Sölva Geir Ottesen, einn af þjálfurum Víkings.

Myndband frá Vísi af látunum:


Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is, ritaði nokkra punkta niður á Twitter um leikinn sem má sjá í færslunni hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner