fim 02. júlí 2020 22:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bellingham verður leikmaður Dortmund
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: Getty Images
Jude Bellingham er að ganga í raðir þýska félagsins Borussia Dortmund frá Birmingham.

Christian Falk, yfir fótboltafréttum hjá Bild, segir þetta sönn tíðindi og tekur Fabrizio Romano, áreiðanlegasti fjölmiðlamaðurinn þegar kemur að félagaskiptamálum, undir það.

Bellingham er sautján ára miðjumaður sem hefur slegið rækilega í gegn hjá Birmingham.

Manchester United hefur sýnt Bellingham áhuga en Dortmund er frægt fyrir að fá unga leikmenn til að blómstra og fyrir því er hann greinilega spenntur. Jadon Sancho, landi Bellingham, fór til Dortmund 2017 frá Manchester City til að þróa sinn leik og hefur það gengið heldur betur vel.

Talið er að Dortmund kaupi Bellingham fyrir um 20 milljónir punda.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner