Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
banner
   fim 02. júlí 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Man City stendur heiðursvörð fyrir Liverpool
Það er sannkallaður risaslagur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Manchester City mætir nýkrýndum meisturum Liverpool.

Leikmenn City munu standa heiðursvörð fyrir Liverpool og er nokkuð ljóst að afar hart verður barist í þessum leik sem er fyrst og fremst uppá stoltið.

Mikil eftirvænting er fyrir þessa viðureign og þá sérstaklega í ljósi furðulegra aðstæðna þar sem Liverpool vann deildina mjög snemma. Þegar dagatalið var skoðað í byrjun tímabils voru margir sem spáðu þessum leik sem úrslitaleik um Englandsmeistaratitilinn.

Fyrr í dag er þó annar leikur þar sem Sheffield United og Tottenham eigast við í Evrópuslag.

Sheffield hefur gengið illa eftir Covid pásu og er Tottenham komið einu stigi fyrir ofan. Liðin eru sjö stigum frá Evrópubaráttunni.

Þá er einn leikur á dagskrá í Championship, þar sem Hull City tekur á móti Middlesbrough í fallbaráttuslag.

Hull er í fallsæti sem stendur, tveimur stigum eftir Middlesbrough.

Leikir dagsins:
17:00 Sheffield Utd - Tottenham (Síminn)
19:15 Man City - Liverpool (Síminn)

Championship:
16:00 Hull - Middlesbrough
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 27 7 +20 33
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Aston Villa 14 8 3 3 20 14 +6 27
4 Chelsea 14 7 3 4 25 15 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 18 14 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
8 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
9 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 22 -1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner