Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 02. júlí 2022 15:05
Brynjar Ingi Erluson
Bowyer rekinn frá Birmingham (Staðfest)
Lee Bowyer
Lee Bowyer
Mynd: Getty Images
Enska B-deildarfélagið Birmingham City rak í dag enska stjórann Lee Bowyer eftir aðeins sextán mánuði í starfi.

Bowyer tók við Birmingham í mars fyrir tveimur árum og tókst að bjarga liðinu frá falli.

Hann stýrði liðinu í 20. sæti á síðustu leiktíð en hefur nú verið látinn taka poka sinn. Birmingham vann aðeins fjóra leiki í B-deildinni frá nóvember.

Bowyer var áttundi stjóri liðsins frá því Trillion Trophy Asia keypti félagið fyrir sex árum.

Mikil óvissa hefur verið í kringum rekstur Birmingham en Laurence Bassimi, fyrrum eigandi Watford, er sagður í viðræðum um kaup á félaginu.

Bowyer hafði áður stýrt Charlton Athletic í þrjú ár frá 2018 til 2021.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner