fös 02. október 2020 13:44
Magnús Már Einarsson
Aron og Jóhann Berg spila ekki alla leikina
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, og Jóhann Berg Guðmundsson munu ekki spila alla þrjá leikina sem Ísland á framundan. Ísland mætir Rúmeníu í umspili um sæti á EM á fimmtudaginn en eftir það eru tveir aðrir heimaleikir í Þjóðadeildinni gegn Danmörku og Belǵíu.

Aron verður með í leiknum gegn Rúmenum en óvíst er með framhaldið eftir það.

„Ég samdi við Heimi (Hallgrímsson) og hans félag fyrir nokkrum vikum um að hann myndi spila gegn Rúmenum og kannski leikinn gegn Dönum. Ég veit ekki hvort það verði þannig. Við eigum samkomulag um leikinn við Rúmena," sagði Erik Hamren landsliðsþjálfari á fréttamannafundi í dag.

Jóhann Berg er að koma til baka eftir meiðsli en hann hefur verið mikði meiddur undanfarið árið.

„Sumir af leikmönnunum spila ekki þrjá leiki, það er klárt. Það er út af líkamlegu formi þeirra. Jói er einn af þeim. Við sjáum til með hina," sagði Erik í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner