Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 02. október 2021 20:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Juventus áfram á sigurbraut
Manuel Locatelli
Manuel Locatelli
Mynd: EPA
Þrír leikir fóru fram í Serie A á Ítalíu í dag. Torino og Juventus mættust í grannaslag, Sassuolo fékk Inter í heimsókn og Salernitana fékk Genoa í heimsókn.

Salernitana og Genoa eru í neðri hlutanum en heimamenn unnu góðan 1-0 sigur en þetta var fyrsti sigur liðsins í deildinni.

Það stefndi í markalaust jafntefli í grannaslagnum en Manuel Locatelli skoraði sigurmark fyrir Juventus á 86. mínútu, 1-0 lokatölur þar.

Það var nóg um að vera í leik Sassuolo og Inter en heimamenn kommust yfir með marki Domenico Berardi úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Simone Inzaghi þjálfari Inter fékk áminningu undir lok fyrri hálfleiksins.

Edin Dzeko jafnaði fyrir Inter og Lautaro Martinez tryggði þeim síðan öll þrjú stigin með marki úr vítaspyrnu undir lok leiksins.

Salernitana 1 - 0 Genoa
1-0 Milan Djuric ('66 )

Sassuolo 1 - 2 Inter
1-0 Domenico Berardi ('22 , víti)
1-1 Edin Dzeko ('58 )
1-2 Lautaro Martinez ('78 , víti)

Torino 0 - 1 Juventus
0-1 Manuel Locatelli ('86 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 34 28 5 1 81 18 +63 89
2 Milan 34 21 7 6 64 39 +25 70
3 Juventus 34 18 11 5 47 26 +21 65
4 Bologna 34 17 12 5 49 27 +22 63
5 Roma 34 17 8 9 61 41 +20 59
6 Atalanta 33 17 6 10 61 37 +24 57
7 Lazio 34 17 4 13 43 35 +8 55
8 Fiorentina 33 14 8 11 50 37 +13 50
9 Napoli 34 13 11 10 52 43 +9 50
10 Torino 34 11 13 10 31 31 0 46
11 Monza 34 11 11 12 36 44 -8 44
12 Genoa 34 10 12 12 38 40 -2 42
13 Lecce 34 8 12 14 31 49 -18 36
14 Cagliari 34 7 11 16 36 59 -23 32
15 Verona 34 7 10 17 31 45 -14 31
16 Frosinone 34 7 10 17 43 63 -20 31
17 Empoli 34 8 7 19 26 50 -24 31
18 Udinese 34 4 17 13 32 51 -19 29
19 Sassuolo 34 6 8 20 40 70 -30 26
20 Salernitana 34 2 9 23 26 73 -47 15
Athugasemdir
banner
banner
banner