Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
banner
   lau 02. nóvember 2024 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Tileinkaði fórnarlömbum í Valencia markið
Mynd: EPA

Það var mikill markaleikur þegar Girona fékk Leganes í hiemsókn í spænsku deildinni í dag.


Það var 2-2 í hálfleik en Cristhian Stuani kom Girona yfir með marki úr vítaspyrnu eftir klukkutíma leik en hann var þá nýkominn inn á sem varamaður.

Hann fagnaði markinu með því að minnast íbúa í Valencia en hamfaraflóð hefur gengið þar yfir og hundruðir manna týnt lífi. Tveimur leikjum sem áttu að fara fram í dag var frestað vegna hamfaranna.

Girona komst í 4-2 en stuttu síðar skoraði Munir El Haddadi fyrir Leganes. Nær komust þeir ekki og því sigur Girona staðreynd.

Osasuna lagði Valladolid af velli en með sigrinum fór liðið upp í 4. sæti, upp fyrir Atletico Madrid.

Girona 4 - 3 Leganes
1-0 Miguel Gutierrez ('21 )
1-1 Renato Tapia ('24 )
2-1 Martinez Arnau ('31 )
2-2 Juan Cruz ('41 )
3-2 Christian Stuani ('62 , víti)
4-2 Sergio Gonzalez ('73 , sjálfsmark)
4-3 Munir El Haddadi ('77 )

Osasuna 1 - 0 Valladolid
1-0 Ante Budimir ('19 , víti)


Athugasemdir
banner
banner
banner