Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 03. janúar 2021 14:50
Ívan Guðjón Baldursson
Frestað tíu vikna leikbanni Kieran Trippier
Mynd: Getty Images
Kieran Trippier, hægri bakvörður Atletico Madrid og enska landsliðsins, var dæmdur í tíu vikna bann af enska knattspyrnusambandinu vegna brota á veðmálareglum.

Vinafólk Trippier veðjaði á að hann myndi skipta yfir til Atletico Madrid en það er ólöglegt að veðja þegar maður hefur fengið óopinberar upplýsingar frá umræddri manneskju.

Atletico Madrid hefur ákveðið að áfrýja málinu og féllst Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA á beiðni félagsins um að viðhalda ekki leikbanni Trippier þar til eftir áfrýjunina.

Trippier er 30 ára gamall og er með byrjunarliðssæti hjá Atletico sem vermir toppsæti spænsku deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner