Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 20:51
Brynjar Ingi Erluson
Willian á leið aftur til Fulham
Mynd: EPA
Fulham er að ganga frá viðræðum við brasilíska sóknartengiliðinn Willian, en hann kemur til félagsins á frjálsri sölu. Sky Sports segir frá.

Willian er án félags eftir að hafa rift samningi sínum við gríska félagið Olympiakos.

Hann eyddi tveimur tímabilum með Fulham þar sem hann gerði 10 mörk og gaf 7 stoðsendingar í 67 leikjum.

Sky Sports segir að viðræður Fulham og Willian séu komnar langt á veg og ætti allt að vera klappað og klárt í lok kvölds.

Willian hefur átt frábæran feril og telur Fulham að hann eigi enn eitthvað eftir á tankinum.

Brasilíumaðurinn spilaði áður með Arsenal og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni og þá lék hann einnig með Corinthians, Anzhi og Shakhtar Donetsk.
Athugasemdir
banner
banner
banner