Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 03. mars 2021 17:00
Elvar Geir Magnússon
Spænska deildin hefur ekki efni á stærstu stjörnunum
Javier Tebas, forseti La Liga.
Javier Tebas, forseti La Liga.
Mynd: Getty Images
Javier Tebas forseti spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga, segist eiga erfitt með að sjá Kylian Mbappe og Erling Haaland fara í spænska boltann.

Hann segir að kórónaveirufaraldurinn hafi leikið spænsk félagslið það grátt fjárhagslega að það sé hægara sagt en gert að fá stærstu stjörnur fótboltaheimsins.

Mbappe hefur lengi verið orðaður við Real Madrid og Barcelona er meðal félaga sem eru sögð vilja fá Haaland. Verðmiðarnir á þessum leikmönnum eru risastórir.

„Það er erfitt fyrir Haaland eða Mbappe eða koma til Spánar. Miðað við tölurnar sem fólk er að nefna er þetta ansi flókið. Ég tel að raunveruleikinn sé sá að Real Madrid þyrfti að bíða eftir að samingur Mbappe myndi renna út," segir Tebas.

Miðað við orð hans um að spænsk félagslið þurfi að halda að sér höndum í sumarglugganum aukast möguleikar enskra félaga. Bæði Manchester liðin og Chelsea hafa verið orðuð við Haaland.

Mbappe á næsta tímabil eftir af samningi sínum við PSG og gæti farið frítt á næsta ári ef hann skrifar ekki undir framlengingu. Hann er með 174 milljóna punda verðmiða.

„Upphæðirnar sem talað er um eru óraunhæfar fyrir félög sem geta ekki keypt leikmenn með olíu- eða gaspeningum. Það eru einu félögin sem geta gert svona samninga, félög eins og PSG eða Manchester City."

Samningur Lionel Messi við Barcelona rennur út í sumar og framtíð hans er í óvissu.

„Við viljum auðvitað að bestu leikmennirnir séu í La Liga. Það er augljóst að það myndi særa okkur ef við missum Messi en ég tel að við séum tilbúnir í þær aðstæður. Neymar og Cristiano Ronaldo fóru og við gerðum samt vel," segir Tebas.
Athugasemdir
banner