Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 03. mars 2024 10:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Musiala vill fara til Englands - De Zerbi of dýr fyrir Barcelona
Powerade
Mynd: Getty Images

Slúðurpakki dagsins er kominn í hús tekinn saman af BBC.


Jamal Musiala hefur hafnað nýju samningstilboði frá Bayern Munchen þar sem hann ætlar sér að fara í ensku úrvalsdeildina í sumar. Man City og Liverpool berjast um þennan 21 árs gamla miðjumann. (Star)

Thomas Tuchel stjóri Bayern verður líklega rekinn ef liðið tapar í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Lazio á þriðjudaginn. (Sky Sports í Þýskalandi)

Erik ten Hag stjóri Man Utd fylgist með Miguel Gutierrez, 22, varnarmanni Girona fyrir sumarið. (Sun)

Áhugi Liverpool á Ruben Amorim stjóra Sporting fer hækkandi en Xabi Alonso er enn efstur á óskalistanum. (Mirror)

Vonir Barcelona um að ráða Roberto de Zerbi í sumar hafa minnkað þar sem Brighton neitar að lækka riftunarákvæðið sem er 15 milljónir evra. (Sport)

Barcelona hefur rætt við Hansi Flick fyrrum landsliðsþjálfara Þýskalands um að taka við af Xavi. (Florian Plettenberg)

Kylian Mbappe hefur rætt við Luis Enrique varðandi spennuna sem hefur myndast vegna þess að stjórinn hefur verið að taka Mbappe af velli í undanförnum leikjum. (ESPN)

Fulham, Everton og Wolves fylgjast með Wilfried Zaha (31) vængmanni Galatasaray.

Arsenal og Man City berjast um Michael Kayode, 19, bakvörð Fiorentina. (Fichajes)

Barcelona ætlar að selja Raphinha, 27, og Jules Kounde, 25, í sumar. (Sport)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner