Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 03. júní 2022 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Luis Campos verður nýtt andlit PSG
Mynd: Getty Images

Paris Saint-Germain hefur náð samkomulagi við Luis Campos og verður hann nýr yfirmaður íþróttamála hjá félaginu eftir brottrekstur Leonardo í síðasta mánuði.


Campos er frægur fyrir að vinna frábært starf fyrir Lille og Mónakó í franska boltanum og hefur hann verið eftirsóttur af stórliðum víða um Evrópu.

Fabrizio Romano segir Campos vera búinn að samþykkja tilboð frá Nasser Al-Khelaifi eiganda PSG.

Campos starfaði sem aðalþjálfari í rúman áratug áður en hann var ráðinn til Real Madrid sem njósnari tímabilið 2012-13. Eftir það tók hann við starfi sem yfirmaður íþróttamála hjá Mónakó, færði sig svo til Lille og var núna síðast hjá Celta Vigo á Spáni.

Hinn portúgalski Campos veit ekki hvaða þjálfara hann mun starfa með á næstu leiktíð, en margir í París vonast til að Zinedine Zidane samþykki samningstilboð.


Athugasemdir
banner