Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 03. september 2021 13:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Athyglisverð ummæli Wenger - „Gott form á Arsenal"
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, fyrrym stjóri Arsenal, segir að Arsenal að það sé gott form á félaginu þrátt fyrir hræðilega byrjun í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni, fengið á sig níu mörk og hefur ekki skorað mark. Þetta er versta byrjun Arsenal í deildinni í 67 ár.

Wenger ræddi málin við Bild og var jákvæður upp á framhaldið. Wenger segir að félagið sé búið með tvo erfiða leiki og það séu möguleikar í stöðunni til að vinna sig úr þessari stöðu.

„Í dag er gott form á félaginu. Þeir hafa spilaði tvo erfiða leiki (Chelsea og Man City). Það eru möguleikar í stöðunni og ég vona að liðið geti komið til baka."

Wenger var spurður um mögulega endurkomu til félagsins. „Ég er 71. Ég gaf félaginu bestu ár lífs míns. Þessa stundina er ég einungis aðdáandi," sagði Wenger.
Athugasemdir
banner