Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 03. október 2021 20:39
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Meistararnir töpuðu fyrir Frankfurt
Leikmenn Frankfurt fagna marki Filip Kostic
Leikmenn Frankfurt fagna marki Filip Kostic
Mynd: EPA
Þýskalandsmeistararlið Bayern München tapaði óvænt fyrir Eintracht Frankfurt á heimavelli, 2-1, í þýsku deildinni í dag. Filip Kostic gerði sigurmark Frankfurt þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Bayern hafði ekki tapað leik í deildinni fram að leiknum gegn Frankfurt en það breyttist í dag. Byrjunin hjá Bayern var ágæt og var það Leon Goretzka sem kom heimamönnum yfir á 29. mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Robert Lewandowski.

Austurríski miðvörðurinn Martin Hinteregger jafnaði metin aðeins þremur mínútum síðar. Þegar aðeins sjö mínútur voru eftir skoraði Filip Kostic svo sigurmarkið og tryggði Frankfurt sigur.

Bayern er á toppnum þrátt fyrir tapið en deilir sætinu með Bayer Leverkusen sem vann Arminia Bielefeld 4-0.

Union Berlin lagði þá Mainz, 2-1. Nígeríski framherjinn Taiwo Awonyi skoraði bæði mörk Union í leiknum en hann kom til félagsins frá Liverpool í sumar.

Úrslit og markaskorarar:

Bayern 1 - 2 Eintracht Frankfurt
1-0 Leon Goretzka ('29 )
1-1 Martin Hinteregger ('32 )
1-2 Filip Kostic ('83 )

Mainz 1 - 2 Union Berlin
1-0 Marcus Ingvartsen ('39 )
1-1 Taiwo Awoniyi ('69 )
1-2 Taiwo Awoniyi ('73 )
Rautt spjald: Dominik Kohr, Mainz ('90)

Arminia Bielefeld 0 - 4 Bayer
0-1 Moussa Diaby ('18 )
0-2 Patrik Schick ('24 )
0-3 Patrik Schick ('57 )
0-4 Kerem Demirbay ('90 , víti)
Athugasemdir
banner
banner