Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   þri 03. október 2023 21:29
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Chess After Dark 
Dregur upp svarta mynd af stöðu fótboltans í Eyjum
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur, segist hafa gríðarlegar áhyggjur af stöðu fótboltans í Vestmannaeyjum. Hann segist hafa flutt frá Eyjum því barna- og unglingastarf ÍBV sé ekki gott.

„Ég á stráka sem eru efnilegir í fótbolta, mér hefur fundist síðustu fimm ár þetta vera á þessari leið þar sem þetta er komið núna," segir Gunnar Heiðar í viðtali við Chess After Dark. Hann er Eyjamaður, er fyrrum leikmaður ÍBV og fyrrum þjálfari KFS.

„Kvennaliðið er fallið, KFS er fallið. Það sem ég horfi mikið á er barna og unglingastarfið í Eyjum, menn hafa verið sofandi á verðinum þarna. Þetta er algjört þrot ef ég á að segja eins og er," segir Gunnar en karlalið ÍBV er í fallsæti fyrir lokaumferð Bestu deildarinnar sem spiluð verður á laugardag.

Hann segir skortur vera á þjálfurum fyrir yngri flokka ÍBV og illa sé hlúð að þeim sem iðki fótbolta. Á meðan vel sé staðið að handboltanum í Eyjum hafi fótboltinn setið á hakanum og lýsir því að barningur og deilur um fjármuni hafi sitt að segja.

„Við erum með marga Eyjamenn i liðinu en ég sé engan koma upp næstu 5-7 árin. Þá er þetta ekki sjálfbært. Mér finnst að klúbbar eins og ÍBV eigi að leggja meiri peninga í barnastarfið. Setja peninga í innviði og fá góða þjálfara í stað þess að þurfa alltaf að borga mikla peninga fyrir erlenda leikmenn."
Athugasemdir
banner
banner
banner