Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   sun 03. nóvember 2024 17:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Postecoglou: Fyrir viku var ég pirraður gamall karl
Mynd: Getty Images

Tottenham hefur unnið tvo leiki í röð eftir tap gegn Crystal Palace í ensku deildinni um síðustu helgi.


Liðið vann Aston Villa í dag 4-1 eftir að hafa lent undir. Ange Postecoglou var að vonum í skýjunum eftir leikinn.

„Sjö dagar er langur tími í fótbolta. Fyrir sjö dögum var ég pirraður gamall karl. Við verðum að vera trúir okkar vegferð. Við sáum til þess að við myndum ekki vorkenna okkur og vorum aftur liðið sem við viljum vera," sagði Postecoglou.

Heung-min Son var í byrjunarliðinu í dag en spilaði aðeins tæpan klukkutíma. Hann lagði upp fyrsta mark liðsins á Brennan Johnson en Son hefur aðeins tekið þátt í einum af síðustu sjö leikjum fyrir leikinn í dag vegna meiðsla.

„Hann var aldrei að fara spila meira en 55 mínútur. Síðast þegar hann kom til baka eftir meiðsli spilaði hann 60 mínútur og meiddist aftur. Hann komst í gegnum þetta ómeiddur," sagði Postecoglou.


Athugasemdir
banner