Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 04. janúar 2020 15:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti var í viðræðum við Liverpool: Rétt ákvörðun að velja Klopp
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti tók við Everton í desember og stýrir hann liðinu gegn Liverpool í nágrannaslag í enska bikarnum á morgun.

Ancelotti hefur miklar mætur á Jürgen Klopp stjóra Liverpool og rifjaði upp þegar hann var í viðræðum um að taka við félaginu haustið 2015. Klopp var að lokum ráðinn og hélt Ancelotti til Bayern München tveimur mánuðum síðar.

„Ég var í viðræðum við Liverpool eftir að ég fór frá Real Madrid. Ég spjallaði við eigandann en félagið valdi Jürgen að lokum og ég tel að það hafi verið rétt ákvörðun. Hann hefur staðið sig stórkostlega," sagði Ancelotti.

Ancelotti tók svo við Napoli sumarið 2018 og hefur mætt Liverpool í riðlakeppni Meistaradeildarinnar tvisvar í röð. Napoli hefur haft betur í innbyrðisviðureignunum, 2 sigrar, 1 jafntefli og 1 tap.

„Jurgen er vinur minn og við eigum í góðu sambandi. Ég var nógu heppinn til að vinna hann á síðasta tímabili líka þegar þeir enduðu uppi sem sigurvegarar.

„Ég veit að það nægir ekki að eiga fínan leik þegar maður spilar gegn Liverpool. Maður þarf að eiga fullkominn leik til að geta vonast eftir sigri.

„Það gengur ekki að mæta og ætla að verjast í 90 mínútur. Við ætlum ekki að gera það, við ætlum að spila okkar bolta."

Athugasemdir
banner
banner
banner