Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 04. janúar 2022 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sonni ósáttur við Jerv: Vissu allir í Noregi af þessu
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Sonni Nattestad, fyrrum leikmaður FH og Fylkis, var tilkynntur sem nýr leikmaður hjá norska úrvalsdeildarfélaginu FK Jerv í dag en eftir mikil mótmæli frá stuðningsmönnum og utanaðkomandi aðilum rifti félagið samningi hans.

Babacar Sarr fyrrum leikmaður Molde og Selfoss var kærður fyrir nauðgun árið 2018 en Sonni var aðalvitni gegn honum í málinu en mætti ekki fyrir rétti, þeir voru samherjar hjá Molde á þessum tíma.

Sonni sagði í viðtali við VG í Noregi að þessi atburðarrás í kringum félagsskiptin til Jerv sé það fáránlegasta sem hann hefur lent í.

„Þetta er það fáránlegasta sem ég hef lent í. Þeir sögðust ekki hafa vitað af þessu atviki. Allir í Noregi vissu af þessu. Það er leiðinlegt en það hljómar eins og ég hafi gert eitthvað rangt en það hef ég ekki gert. Þeir [Jerv] sögðust ekki hafa rannsakað ferilinn minn en það er kjaftæði, þeir höndluðu þetta mál ekki vel," sagði Sonni.
Athugasemdir
banner
banner