Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 04. febrúar 2020 17:00
Elvar Geir Magnússon
Freysi: Henderson er að spila eins og besti miðjumaður í heimi
Jordan Henderson.
Jordan Henderson.
Mynd: Getty Images
„Það er ekkert lið sem getur stoppað þetta. Þeir eru að spila frábærlega og þetta sjálfstraust hjá þeim er ótrúlegt," segir Bjarni Þór Viðarsson um Liverpool, topplið ensku úrvalsdeildina.

Bjarni og Freyr Alexandersson voru sérfræðingar á Vellinum á Síminn Sport eftir síðustu umferð ensku úrvalsdeildina.

„Sjálfstraustið er ógnvænlegt. Þetta jaðrar við rannsóknarefni, ég hef aldrei séð svona. Jordan Henderson er besta dæmið. Hann er að spila eins og besti miðjumaður í heimi," segir Freyr.

„Það er svo stutt síðan að menn höfðu ekki trú á honum eða voru jafnvel að hlæja að honum. Gæinn er gjörsamlega stórkostlegur í dag. Hann er svo áreiðanlegur og mikilvægur mótor í leikstíl liðsins."

Sjáðu umræðuna hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner