Víkingur Reykjavík hefur staðfest að félagið hefur fengið Karl Friðleif Gunnarsson á lánssamningi frá Breiðabliki.
Karl Friðleifur leikur því með Víkingum, sem enduðu í tíunda sæti Pepsi Max-deildarinnar, á komandi tímabili.
Karl Friðleifur leikur því með Víkingum, sem enduðu í tíunda sæti Pepsi Max-deildarinnar, á komandi tímabili.
Karl er uppalinn hjá Kópavogsliðinu og lék tvo leiki með því í Pepsi Max-deild karla 2019.
Í fyrra var hann lánaður til Gróttu þar sem hann var einn besti leikmaður liðsins. Hann skoraði sex mörk í sextán leikjum í Pepsi-Max-deildinni.
Hinn 19 ára gamli Karl Friðleifur getur bæði spilað sem bakvörður og kantmaður.
Hann hefur spilað 27 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Knattspyrnudeild Víkings hefur fengið til liðs við sig Karl Friðleif Gunnarsson, en hann kemur til liðsins á láni frá Breiðabliki.
— Víkingur (@vikingurfc) February 4, 2021
Karl er 19 ára gamall og á að baki 27 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Við bjóðum Karl Friðleif velkominn í Víkina! pic.twitter.com/akS5an3jEp
Athugasemdir