Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 04. febrúar 2021 16:29
Elvar Geir Magnússon
Karl Friðleifur lánaður í Víking (Staðfest)
Karl Friðleifur í leik með Gróttu í fyrra.
Karl Friðleifur í leik með Gróttu í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Víkingur Reykjavík hefur staðfest að félagið hefur fengið Karl Friðleif Gunnarsson á lánssamningi frá Breiðabliki.

Karl Friðleifur leikur því með Víkingum, sem enduðu í tíunda sæti Pepsi Max-deildarinnar, á komandi tímabili.

Karl er uppalinn hjá Kópavogsliðinu og lék tvo leiki með því í Pepsi Max-deild karla 2019.

Í fyrra var hann lánaður til Gróttu þar sem hann var einn besti leikmaður liðsins. Hann skoraði sex mörk í sextán leikjum í Pepsi-Max-deildinni.

Hinn 19 ára gamli Karl Friðleifur getur bæði spilað sem bakvörður og kantmaður.

Hann hefur spilað 27 leiki fyrir yngri landslið Íslands.


Athugasemdir
banner
banner
banner