Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   lau 04. febrúar 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Helga Guðrún framlengir við Fylki
Kvenaboltinn
Mynd: Heimasíða Fylkis
Helga Guðrún Kristinsdóttir hefur framlengt samning sinn við Fylki út næsta ár.

Helga kom til Fylkis frá Álftanesi fyrir síðasta tímabil og spilaði 12 leiki og gerði 1 mark í Lengjudeildinni.

Hún á að baki 165 leiki fyrir Grindavík, Stjörnuna, Álftanes og Trikala og gert 37 mörk.

Á dögunum framlengdi hún samning sinn við Fylki út næsta ár og mun því spila með liðinu næstu tvö tímabil.

Fylkir hafnaði í 6. sæti deildarinnar á síðasta ári og gerði níu jafntefli í deildinni.
Athugasemdir
banner