Greinin hér að neðan er fengin af vefsíðunni sindrijensson.com og birt með leyfi höfundar.
Þegar ég fyrst ákvað að skrifa þessa grein fór að berjast í huga mér hugtakið “Best Klæddur”. Því mennirnir sem ég hef valið eru kannski ekki svalastir, því ef valið stæði um svalasta knattspyrnustjórann í ensku úrvalsdeildinni væri valið ekki erfitt, Sir Alex Ferguson. Hundgamall, búinn að vinna allt og drullusvalur. Og ég held ekki einu sinni með Manchester United.
Það er mín skoðun að knattspyrnustjórar eigi ALLTAF að vera “dressed to impress”. Sérstaklega ef þú stjórnar liði í stærstu og skemmtilegustu deild heims. Mér finnst í raun ekkert leiðinlegra að sjá en stjóra í jogging-galla. Reyndar spilar inn í á Englandi að það er skítkalt þessa dagana og hafa flestir stjórarnir gripið til þess ráðs að vera í því sem ég kalla “liðsstjóraúlpu” yfir jakkafötin. Slæm ákvörðun enda nóg til af glæsilegum frökkum og yfirhöfnum sem standast veður og vind.
Ég hafði mjög gaman að því þegar Gummi Ben stjórnaði liði Selfoss í Pepsi deildinni, þar fer greinilega maður sem deilir mínum skoðunum á klæðnaði þjálfara. Einnig get ég nefnt Óla Kristjáns sem smekkmann á hliðarlínunni og þegar Kristján Guðmunds lagði loksins Hummel gallanum í skiptum fyrir blazer, skyrtu og bindi var ég himinlifandi.
Ég tók saman hverjir bera af í klæðaburði í ensku úrvalsdeildinni að mínu mati og einnig fá þrír stjórar skömm í hattinn sem verst klæddir.
BEST KLÆDDIR: 3. Roberto Martinez, Wigan - Algjör töffari, veit að "liðsstjóraúlpan" gerir ekkert fyrir hann. Yfirleitt í fallegum og vel sniðnum jakkafötum. Hendir stundum inn flottri peysu eða trefli til að toppa lúkkið.
BEST KLÆDDIR: 2. Michael Laudrup, Swansea - Þarna erum við með kamelljón. Hefur á stjóraferlinum leikið sér með mismunandi lúkk. Myndarlegur maður að auki.
BEST KLÆDDIR: 1. Andre Villas-Boas, Tottenham – Sama hvaða skoðun fólk hefur á þessum manni þá er hann alltaf vel dressaður. Er með sitt einkennislook og heldur sig við það með smá beygjum hér og þar. Er búinn að eigna sér rykfrakka lúkkið. Sigurvegari.
VERST KLÆDDIR: 3. Arsene Wenger, Arsenal - Ég er með kenningu um það að Arsene Wenger sé að horast niður með árunum og minnka. Allavega eru öll fötin hans allavega númeri of stór og ekki vel sniðin. Og þessi úlpa! Ég held að allir nema Björn Sigurbjörnsson vinur minn hati þessa úlpu.
VERST KLÆDDIR: 2. Martin O´Neill, Sunderland - Hvar á ég að byrja? Hann virðist vera að reyna að kópera stílin hjá Tony Pulis. Þessi mynd sýnir hans stíl best.
VERST KLÆDDIR: 1. Tony Pulis, Stoke City – Það var ekki erfitt að velja þetta. Maðurinn hefur greinilega engann áhuga á að suita sig upp fyrir hliðarlínuna. Kannski líður honum best svona eða þetta er hjátrú. Allavega skelfing og ekki spilar liðið hans fallega knattspyrnu heldur. Væri til í að sjá innlit á heimilið hjá honum.
Athugasemdir