Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 04. mars 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum liðsfélagi Gylfa fékk rautt spjald fyrir að kýla andstæðing í andlitið
Martin Olsson og Gylfi Þór Sigurðsson
Martin Olsson og Gylfi Þór Sigurðsson
Mynd: Getty Images
Martin Olsson, leikmaður Malmö í Svíþjóð, missti stjórn á skapi sínu í leik liðsins við Varberg í riðlakeppni sænska bikarsins í gær, en hann var sendur í sturtu fyrir að kýla andstæðing sinn.

Atvikið átti sér stað undir lok leiks. Yusuf Abdulazeez, leikmaður Varberg, hafði fengið sitt annað gula spjald fyrir óþarfa brot við hliðarlínuna.

Allt sauð upp úr í kjölfarið og var Olsson meðal fyrstu manna til að mæta á svæðið. Áhugamenn um ensku úrvalsdeildina ættu að þekkja til Olsson, sem lék með Blackburn Rovers, Norwich og Swansea, þar sem hann var liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar.

Olsson lenti í einhverju orðaskaki við Robin Tranberg, leikmann Varberg, sem endaði með því að Tranberg fékk væna hnefasamloku í andlitið.

Dómari leiksins var ekki lengi að draga upp rauða spjaldið og gæti Olsson verið á leið í langt bann fyrir vikið.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og dugði það fyrir Malmö til að komast áfram í 8-liða úrslit.


Athugasemdir
banner
banner
banner