Úkraínski framherjinn Denis Sytnik hefur fengið leikheimild með Selfyssingum.
Denis þekkir til í íslenska boltanum spilaði með ÍBV 2010 og 2011 og Grindavík og Þrótti sumarið 2013.
Hjá Þrótti spilaði hann undir stjórn Zoran Miljkovic sem þjálfari Selfyssinga í dag.
Denis hefur undanfarið spilað með Marsaskala FC í C-deildinni á Möltu en hann kemur til Selfyssinga á næstunni.
Selfyssingar mæta BÍ/Bolungarvík í fyrstu umferðinni í fyrstu deildinni um næstu helgi en liðinu er spáð 8. sæti deildarinnar.
Athugasemdir