Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 04. júní 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Ívan Óli Santos (ÍR)
Mynd: Jóhanna Kristín Hauksdóttir
Reynir Haraldsson.
Reynir Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Tyrfingsson.
Guðmundur Tyrfingsson.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Grímur Ingi Jakobsson.
Grímur Ingi Jakobsson.
Mynd: Hulda Margrét
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ívan Óli Santos er á leið inn í sitt þriðja tímabil með meistaraflokki ÍR þrátt fyrir ungan aldur. Ívan lék fjóra leiki í Inkasso-deildinni sumarið 2018 og í fyrra lék hann sextán leiki og skoraði fjögur mörk í 2. deild.

Ívan á að baki þrjá unglingalandsleiki og í þeim skoraði hann eitt mark. Í dag sýnir Ívan á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Ívan Óli Santos

Gælunafn: Ívan eða Santos, örfáir kalla mig Sugar

Aldur: 17

Hjúskaparstaða: Lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 13 ára í æfingaleik 2017 en fyrsti kepnnis var 2018

Uppáhalds drykkur: Vatn

Uppáhalds matsölustaður: Haninn

Hvernig bíl áttu: á ekki bíl en fæ lánaðan hjá mömmu ef ég spyr

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: er að horfa núna á Prison Break og þeir eru geggjaðir en annars er það The Office og New girl

Uppáhalds tónlistarmaður: Bryson Tiller og Travis Scott

Fyndnasti Íslendingurinn: Reynir Haralds hatar ekki að vera fyndinn en annars er það líka tríóið í Fm95blö

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Oreo, Jarðaber og Bláber

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst:: ”okidoki” frá vinkonu minni, ekkert spennandi

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Leikni R

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Birkir Már Sævars

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Jóhannes Guðlaugsson

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: einhver gæi í Bolívíska landsliðinu, var búinn að renna sér niður í tæklingu í hvert skipti þegar ég var að fara fá boltann og hann hendi í eitt olnbogaskot í smettið á mér.

Sætasti sigurinn: 2-0 sigur á Fylki í undanúrslitum í bikar í 3. flokki

Mestu vonbrigðin: tap á móti HK í úrslitum í bikar

Uppáhalds lið í enska: Man U

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Gumma Tyrfings, því hann er góður í bolta og getur hlupið endalaust og hann er flottur fyrirliði líka

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Ísak Bergmann.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Róbert Andri Ómarsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: þær eru allar fallegar

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Ronaldinho

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Gunnar Óli eða Góli í ÍR á þann titill

Uppáhalds staður á Íslandi: ÍR völlurinn og heima

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: var nýkominn inná á móti Kára í Lengjubikarnum, mínútu seinna meiðist markmaðurinn okkar og við vorum búnir með allar skiptingarnar þannig ég lét á mig hanskana og fór í markið.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: skoða aðeins tiktok myndi ég halda

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: varla en frjálsar þegar það er í sjónvarpinu sem er ekki oft

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas Predator

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: er frekar slakur í félagsfræði.

Vandræðalegasta augnablik:

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: ég tæki Gróttu tríóið þá Kjartan, Grím og Orra því að þeir eru allir jafn grillaðir og það væri gaman að heyra í þvælunni sem myndi koma úr þeim um hvernig við ættum að komast af eyjunni.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: söng bahama í stundinni okkar þegar ég var yngri og lék líka í kvikmyndinni lof mér að falla

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Hákon Haralds, hann var að leika sér á andstæðingum í Króatíu og sem betur fer ef ég ekki þurft að mæta honum sem andstæðingur.

Hverju laugstu síðast: Lýg ekki

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: hlaup án bolta

Ef þú fengir eina spurning til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: myndi spyrja Ronaldinho hvernig lífið var i fangelsinu
Athugasemdir
banner
banner