Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   lau 04. júlí 2015 15:45
Eyþór Ernir Oddsson
Hannes Þór á leið til NEC Nijmegen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson leikur sinn síðasta leik fyrir Sandnes Ulf á mánudaginn þegar liðið mætir Honefoss.

Hannes Þór mun síðan fljúga til Hollands og semja við hollenska félagið NEC Nijmegen, sem nýverið tryggði sér sæti í hollensku úrvalsdeildinni, Eredivisie.

Sandnes Ulf er búið að samþykkja tilboð í Hannes og nú á Hannes aðeins eftir að fara og klára sín mál.

„Það er frábært að samkomulag hafi náðst. Nú eru bara örfá atriði eftir og þetta ætti að vera orðið klárt um helgina," sagði Hannes í samtali við fótbolti.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner