Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 04. september 2019 14:33
Magnús Már Einarsson
Grasrótarverkefni KSÍ sló í gegn - 700 tóku þátt í 33 stöðum
Þrettán krakkar tóku þátt í æfingunum í Búðardal. Mikill fótboltáhugi er þar að sögn MOla.
Þrettán krakkar tóku þátt í æfingunum í Búðardal. Mikill fótboltáhugi er þar að sögn MOla.
Mynd: KSÍ
Krakkar í leik á Pönnuvelli á Suðureyri.
Krakkar í leik á Pönnuvelli á Suðureyri.
Mynd: KSÍ
Moli og Tómas Þóroddsson frá KSÍ ásamt þeim sem mættu á æfingu á Stokkseyri.
Moli og Tómas Þóroddsson frá KSÍ ásamt þeim sem mættu á æfingu á Stokkseyri.
Mynd: KSÍ
18 börn mættu á æfingu á Kirkjubæjarklaustri.  Hér eru þau ásamt Mola og Sigurði Eyjólfi Sigurjónssyni þjálfara.
18 börn mættu á æfingu á Kirkjubæjarklaustri. Hér eru þau ásamt Mola og Sigurði Eyjólfi Sigurjónssyni þjálfara.
Mynd: KSÍ
Heimsókn á Voga í Vatnsleysuströnd.
Heimsókn á Voga í Vatnsleysuströnd.
Mynd: KSÍ
KSÍ hefur í sumar staðið fyrir sérstöku grasrótarverkefni þar sem Siguróli Kristjánsson hefur heimsótt minni bæjarfélög á landinu og staðið fyrir æfingum.

Siguróli, eða Moli eins og hann er kallaður, heimsótti 33 staði á landsbyggðinni og um 700 krakkar tóku þátt á æfingum undir handleiðslu hans.

Aðstaðan í minni bæjarfélögum til fyrirmyndar
Starfshópur um útbreiðslumál heldur utan um verkefnið með stuðningi frá grasrótarstarfi UEFA.

„Það hefur verið frábært að fá tækifæri til að hitta þessa krakka, sjá áhugann og gleðina á þessum stöðum, ekkert annað en bullandi þakklæti frá krökkunum, foreldrunum og forráðamönnum félagana. Dugnaðurinn og krafturinn skín inn og út úr fjörðunum," sagði Moli við Fótbolta.net um verkefnið.

„Það er gríðarlegur áhugi á öllum þessum stöðum sem sést best á mætingunni. Tæplega 700 krakkar mættu á þessum 33 stöðum og þessum krökkum fylgdi aragrúi af jákvæðum og þakklátum foreldrum."

Af þeim 33 stöðum sem Moli heimsótti voru mörg af minni bæjarféögum landsins.

„Aðstaðan á þessum stöðum er algjörlega til fyrirmyndar, allir með frábæran grasvöll, lítil og stór mörk og á öllum stöðum nema einum er KSÍ sparkvöllur, íþrottahús er svo á öllum stöðunum til knattspyrnuiðkunnar ef veturinn er erfiður. Sundlaug er til staða við íþróttahúsin. Pönnuvöllur sem er svo fyrir 1 á 1 eða 2 á 2, mun svo rísa á þessum stöðum einn af öðrum."

Ömmurnar tóku þatt
Foreldrar fylgdust margir með æfingunum og ömmur krakkana tóku einnig þátt á sumum æfingunum.

„Á nokkrum stöðum fékk ég leikskólakrakka á pönnuvöllinn sem er átthyrndur sparkvöllur með mjög litlum mörkum, þar setti ég upp 1 á móti 1. þar sem enginn sigrar, heldur teljum mörkin saman. Á einum staðnum voru krakkarnir mjög ungir og mjög feimnir við þennan mann, þannig að ég fékk ömmurnar til að vera inná vellinum með þeim. Þarna spiluðu litlu krakkarnir á fullu og ömmurnar gáfu ekkert eftir."

„Á Suðureyri var vel mætt, tvær stelpur voru bara mættar til að horfa á. Þær sögðu að þær spili aldrei fótbolta, að hann væri leiðinlegur. Ég plataði þær inná pönnuvöllinn, 1. á móti 1. Eftir 5 mínútna fótbolta þarna á vellinum, þá ætluðu þær aldrei að fást til að stoppa. Eftir æfinguna komu þær til mín og spurðu: 'Hvenær er næsta æfing, er hún ekki örugglega í kvöld?!"

„Á Þingeyri, þegar allt var búið (hélt ég ) þá kom 1 stelpa aðeins of seint, þannig að mig vantaði einhvern til að taka auka, æstust í að spila með var foreldri (kona) sem hoppaði inn og 3 stelpur með. Þarna spilaði mamman með þessum 3. stelpum í 45 mínútur. Já fótbolti er fyrir alla!"


Samdi um að minnka tölvu og símanotkun
Moli telur að verkefnið hafi skilað mikið eftir sig og láti krakka huga meira að hreyfingu.

„Þetta verkefni var á vegum KSÍ, og hrós til þeirra. En tókum þann pól í hæðina að við vildum vekja krakka til umhugsunar um hreyfingu, að ef þú vilt ekki fara í fótbolta, þá skaltu æfa eitthvað annað, líkaminn öskrar á hreyfingu. Við höfðum tvær reglur handa krökkunum, 1. Fótbolti á að vera skemmtilegur og 2. Það má gera mistök."

„Í lok hverrar heimsóknar þá gaf KSÍ krökkunum og forráðamönnum félagana, 10 bolta, veifur, lyklakippur og myndir af báðum A landsliðunum okkar, en krakkarnir fengu ekki gjafir afhentar fyrr en þau voru búin að gera við mig samning með handarbandi um að minnka síma og tölunotkun! Ég vona innilega að þessi samningur haldi, það er algjörlega mín skoðun að ef þau minnki þessa notkun um helming, þá unnum við þennan leik,"

sagði Moli ákveðinn að lokum.

KSÍ er að vinna lokaskýrslu varðandi þessar grasrótarheimsóknir og hluti af henni er að gera aðgerðaráætlun hvernig best er að fylgja þessum heimsóknum eftir.

„Moli hefur staðið frábærlega í þessu verkefni og mikil ánægja sem ríkir með hans störf, við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá félögunum á landsbyggðinni sem eru afar þakklát fyrir þetta framtak KSÍ," segir Þorsteinn Gunnarsson stjórnarmaður hjá KSÍ.

Hér að neðan má sjá fleiri myndir frá heimsóknunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner