ÍA 4 - 4 KR
0-1 Aron Kristófer Lárusson ('14 )
0-2 Sigurður Bjartur Hallsson ('26 )
0-3 Atli Sigurjónsson ('28 )
1-3 Eyþór Aron Wöhler ('36 )
2-3 Gísli Laxdal Unnarsson ('45 )
3-3 Benedikt V. Warén ('46 )
3-4 Atli Sigurjónsson ('53 )
4-4 Eyþór Aron Wöhler ('63 )
Lestu um leikinn
0-1 Aron Kristófer Lárusson ('14 )
0-2 Sigurður Bjartur Hallsson ('26 )
0-3 Atli Sigurjónsson ('28 )
1-3 Eyþór Aron Wöhler ('36 )
2-3 Gísli Laxdal Unnarsson ('45 )
3-3 Benedikt V. Warén ('46 )
3-4 Atli Sigurjónsson ('53 )
4-4 Eyþór Aron Wöhler ('63 )
Lestu um leikinn
ÍA og KR gerðu ótrúlegt, 4-4, jafntefli á Norðurálsvellinum í Bestu deild karla í dag en þessi leikur var einhver mesta skemmtun sem sést hefur í efstu deild á Íslandi.
Skagamenn ógnuðu marki strax í byrjun leiks er Gísli Laxdal Unnarsson komst einn gegn Beiti Ólafssyni en markvörðurinn varði frábærlega.
Eftir þetta færi voru það KR-ingar sem tóku yfir. Aron Kristófer Lárusson, sem kom til KR frá ÍA eftir síðasta tímabil, kom KR-ingum yfir á 14. mínútu eftir hornspyrnu. Boltinn datt fyrir hann eftir klaufagang í vörn ÍA og staðan 1-0 fyrir KR.
Annað mark KR kom á 26. mínútu. Tobias Stagaard gerði sig sekan um slæm mistök í vörninni og var það Sigurður Bjartur Hallsson sem nýtti sér það og skoraði auðveldlega framhjá Árna Marinó Einarssyni í markinu.
Tveimur mínútum síðar gerði Atli SIgurjónsson þriðja mark KR-inga. Kristinn Jónsson átti fyrirgjöf sem Atli tók á móti og afgreiddi hann boltann snyrtilega í markið. Staðan 3-0 eftir 28. mínútur.
Sigurður Bjartur var hársbreidd frá því að gera fjórða mark KR en Árni Marinó varði skalla hans. Stuttu síðar náðu Skagamenn að minnka muninn í gegnum Eyþór Aron Wöhler sem stangaði boltann í netið.
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, kom öllum á óvart tveimur mínútum síðar með að framkvæma fjórfalda skiptingu. Eitthvað sem hefur líklega aldrei sést áður í fyrri hálfleik í efstu deild.
Skagamenn náðu að minnka muninn í 3-2 nokkrum mínútum síðar. Beitir varði skot frá Eyþóri en Gísli Laxdal var mættur í frákastið og skoraði örugglega.
Staðan 3-2 í hálfleik fyrir KR en dramatíkin var þó langt í frá búin.
Varamaðurinn Benedikt Warén jafnaði fyrir ÍA í upphafi síðari hálfleiks eftir fyrirgjöf frá hægri. Ótrúleg endurkoma heimamanna og þetta orðið að alvöru leik.
KR-ingar náðu að taka við sér aftur og komst liðið aftur í forystu og var það Atli sem gerði annað mark sitt í leiknum með góðu skoti í þaknetið.
Skagamenn börðust áfram og það skilaði tilsettum árangri aðeins sjö mínútum síðar. Gísli Laxdal keyrði upp hægri vænginn, fann Eyþór sem kom á ferðinni og lagði boltann framhjá Beiti.
KR var líklegt til að gera sigurmarkið í leiknum undir lokin. Ægir Jarl Jónasson átti skot rétt framhjá markinu og í blálokin áttu þeir Hallur Hansson og Kjartan Henry báðir skalla rétt framhjá markinu.
Lokatölur 4-4 á Akranesi og Skagamenn taka því fagnandi enda hreint út sagt mögnuð endurkomu sem sást í kvöld. Þessi leikur fer svo sannarlega í sögubækurnar, ef það var ekki skemmtunin þá var það að minnsta kosti skiptingarnar sem Jón Þór framkvæmdi.
KR er í 6. sæti með 27 stig, þremur stigum á undan Fram á meðan ÍA er í næst neðsta sæti með 15 stig og aðeins stigi á eftir FH.
Athugasemdir